Linkurinn við ýmis einkenni er minni framleiðsla á hormóninu estrogen. Estrogen lækkar niður í um 2-5%, eins og niðurstöður rannsókna hafa birt, af því sem það var áður en þú verður 40 og getur valdið verulega erfiðum einkennum. Rannsóknir hafa sýnt að meðaltíminn sem það tekur þig að fara í gegnum breytingarnar er talinn vera 7,4 ár.
Frá því sem við sjáum hér að ofan eru sveiflur og eða minnkun estrogen framleiðslu linkurinn, eða orsök breytinganna sem líkami þinn byrjar að ganga í gegnum þegar þú hefur náð miðjum aldri.
Svo hver eru einkenni tíðahvarfa á mismunandi tímabilum?
Þú gætir vel byrjað að ganga í gegnum nokkrar breytingar á líkamanum árum áður en þú hefur síðustu blæðingarnar. Einnig getur þú mjög líklega upplifað breytingar áður en þú gerir þér fulla grein fyrir því að þú sért komin á tíðahvörf. Það er kannski ekki auðvelt að bera sig saman við vinkonu sína eða frænku því mikill munur er frá einni konu til annarrar. Til að fá stuðning í gegnum þessar breytingar getur verið gott að leita eftir ráðgjöf hjá ráðgjafa með góða þekkingu á öllum stigum breytingaskeiðsins. Breytingarnar geta byrjað allt að 10 árum áður en þær verða skilgreindar sem einkenni tíðahvarfa og varað í allt að 14 eða 15 ár. Svo getur verið að þú sért einkennalaus þar til þú hefur ekki haft blæðingar í 1 ár og þannig tæknilega skilgreind að vera komin á breytingaskeiðið. Ef það seinna á við þig, sleppir þú augljóslega efstu línu listans hér að neðan.
Einkenni tíðahvarfa sem hugsanlega koma fyrst fram, eru:
óreglulegar blæðingar og eða miklar/litlar blæðingar sem eru frábrugðnar venjulegum tíðahring
hitakóf, skyndileg hitatilfinning í efri hluta líkamans
óreglulegur svefn eða svefnleysi
minnkuð kynhvöt eða breyttar tilfinningar gagnvart kynlífi
breytingar á líkamanum
skyndilegar skapbreytingar
leggangaþurrkur
minni stjórn á þvagblöðru
Minna þekkt einkenni tíðahvarfa eða minna umtöluð einkenni hjá konum á breytingaskeiðinu. Linkurinn við ýmis einkenni sem orsakast af estrogen skorti:
Eyrnasuð - sem stafar af minni estrogenframleiðslu, það eru svokallaðir estrogenviðtakar í innra eyra
Vertigo - sem stafar af minni estrógenframleiðslu, það eru svokallaðir estrogenviðtakar í innra eyra
skyndilegur sviði í munni - estrógen gegnir hlutverki í þróun og viðhaldi tauga og vefja í munni
skyndileg raflost tilfinning - getur tengst hormónaójafnvægi þar sem estrógen vinnur með miðtaugakerfinu
hormónabólur - af völdum minni framleiðslu á estrógeni og prógesteróni
útferð frá geirvörtum - af völdum þykknunar á mjólkurgangi
breytingar á líkamslykt - estrógen og prógesterón hafa áhrif á ph-gildi húðarinnar, lækkun þeirra getur valdið því að eðlileg líkamslykt breytist
óþægindi í maga/þörmum - af völdum sveiflum í hormónum. Það eru estrógenviðtakar í þörmum og meltingarvegi. Lækkun á estrógeni getur einnig haft áhrif á kortisól og adrenalín
breytingar á lögun brjósta og eða stærri brjóst - þekkt sem aldurstengd brjóstabreyting
þurr augu - vegna minnkun á táraframleiðslu
roði - vegna aukins blóðflæðis
hárlos - vegna hormónaójafnvægis, estrógenviðtakar eru í hársekkjum sem geta gegnt hlutverki hér
höfuðverkur - estrógen fráhvarf getur kallað fram höfuðverk
hitakóf - afleiðing af hormónabreytingum
aukin andlits- eða líkamshár (hirsutism) - sem afleiðing af hormónaójafnvægi
óreglulegur eða aukinn hjartsláttur (hjartsláttarónot) - estrógen fráhvarf getur valdið auknum hjartslætti eða flöktandi hjartslætti
aukin þvaglát - vegna breytinga á stjórn þvagblöðrunnar
svefnleysi - getur stafað af hormónabreytingum og hitakófum og kemur fyrir hjá allt að 60% kvenna á breytingaskeiðinu
kláði í húð - minnkun á estrógenframleiðslu getur valdið minni framleiðslu á kollageni og sebum/fitu, sem hjálpar til við að vernda og gefa húðinni raka
svitakóf - algeng einkenni breytingaskeiðsins
sársaukafullar samfarir (dyspareunia) - af völdum hormónaójafnvægis. Það eru estrógenviðtakar í leggöngum, þvagrás og grindarholi og vefur innan svæðisins getur orðið mjög þunnur og þannig valdið sársauka
eymsli í brjóstum eða aum brjóst
þyngdaraukning og hægari grunnbrennsla- rannsókn sýnir að konur þyngjast að meðaltali um 1,5 kg á ári við tíðahvörf
Andleg og eða tilfinningaleg einkenni tíðahvarfa geta verið:
víði - sem stafar af hormónasveiflum og áhrifum þess á miðtaugakerfið
þunglyndi - sama hormónið sem stjórnar hormónahringnum hefur einnig áhrif á serótónín framleiðslu/jafnvægi
gleymska (heilaþoka) - vegna minnkunar á estrogeni og testósteróni
pirringur og eða reiði - vegna hormónasveifla. Oft vísað til sem tíðahvarfa reiði
þreyta - af völdum sveiflukenndra estrógenhormóna
almennt tilfinningaríkari eða grátklökk
kynhvöt - margar konur upplifa minni áhuga á kynlífi og eða erfiðleika með að ná fullnægingu á tíðahvörfum
Einkenni tíðahvarfa geta verið breytilega á mismunandi stigum tíðahvarfa: konur 50 - 55 ára
Þegar heilt ár er liðið frá síðustu blæðingum ertu opinberlega á breytingaskeiðinu. Það er fullt af gagnlegri þjónustu og ráðgjöf aðgengileg sem getur hjálpað þér ef þú ert að ganga í gegnum full áhrif breytingaskeiðsins. Lífið getur allt í einu orðið sveiflukennt og einkennin margvísleg og ruglandi. Við bjóðum til dæmis upp á mismunandi pakka og þú getur bókað 90 mínútna viðtal Finndu Leiðina sem getur hjálpað þér að finna hvað myndi henta þér.
skortur á einbeitingu
verkir í liðum og vöðvaverkir- líkaminn verður náttúrulega stífari með aldrinum
tíðar skapsveiflur - tengdar minnkun á estrógeni og prógesteróni
hjartasjúkdómar - minnkun á estrógenframleiðslu getur valdið fituuppsöfnun í slagæðum
Beinþynning - minnkun á estrógenframleiðslu getur haft áhrif á beinheilsu þar sem estrógen verndar beinin
þvagleki - af völdum þynningar á slímhúð þvagrásarinnar
þvagfærasýkingar (UTI) - af völdum minnkunar á estrogenum, sem hjálpa vefjum í leggöngum og þvagrás að viðhalda raka og teygjanleika
sýkingar í leggöngum - af völdum estrógenhvarfs
rýrnun slímhúðar í leggöngum - þynning, þurrkur og eða bólga í leggöngum
Einkenni breytingaskeiðsins geta haldið áfram hjá postmenopaus konum á aldrinum 60–65 ára
Ef þú hefur þegar farið í gegnum tíðahvörfin, skilgreinist sem dagurinn sem þú hefur ekki haft blæðingar í 1 ár samfleytt, þýðir það ekki endilega að þú verðir einkennalaus hér eftir. Þú gætir haldið áfram að upplifa eitthvað af þeim sömu, og eða önnur, sveiflum og einkennum sem þú hefur verið að ganga i gegnum. Sumar konur upplifa jafnvel hitakóf nokkrum árum eftir að þær eru komnar inn í tíðahvörf. Það getur verið mjög gagnlegt að vinna með reyndum ráðgjafa sem getur hjálpað þér að finna þig sjálfa í sveiflum breytingaskeiðsins og skilur það sem þú ert að ganga í gegnum. Við bjóðum upp á frábæra sérhæfða þjónustu, hvort það er einn tími í að finna þína leið eða hvort það er sérhannað plan til lengri tíma. Ekki þjást ein, þetta er breyting sem er komin til að vera, njóttu að vera þú það sem eftir er ævinnar.
Sein-tíðahvörf
Þrátt fyrir að flestar konur hafi gengið í gegnum tíðahvörfin um 55 ára aldur, þá er lítið hlutfall kvenna sem ganga í gegnum tíðahvörf seinna.
Sein-tíðahvörf vísa til upphafs tíðahvarfa eftir 55 ára aldur. Þó að sumar rannsóknir sýni aukna hættu á brjóstakrabbameini fyrir þennan hóp, er þetta ekki allt slæmt þar sem það gefur líka til kynna lengri lífslíkur kvenna í þessum hóp.
Rannsóknir, gerðar á tíunda áratugnum, hafa leitt í ljós minni tíðni á:
hjartasjúkdómum
hjartaáfalli
beinþynningu
heilablóðfalli
Niðurstaða
Einkenni tíðahvarfa geta verið breytileg á mismunandi tímabilum, en hver kona gengur í gegnum tíðahvörf á mismunandi hátt, þ.e. upplifir mismunandi einkenni. Eitt er ljóst, linkurinn við ýmis einkenni orsakast af minni estrógenframleiðslu. Sem virðist vera aðal sökudólgurinn fyrir þessum róttæku breytingum sem við konur göngum í gegnum, þó að lækkun prógesteróns og stundum testósteróns spili einnig stórt hlutverk.
Annað
Einkenni og lýsing þeirra í þessari grein er samantekt mín á rannsóknum, almennum upplýsingum og við lestur bóka og er ekki ætlað að sjúkdómsgreina eða lækna svo ég hvet ykkur hverja og eina að leita læknis ef þið eru í efa um einhver þeirra einkenna sem þið eruð að upplifa til að forðast aðra undirliggjandi sjúkdóma.
Comments