top of page
Spending the Day Outside
Að styrkja konur til að fara í gegnum lífið fullar sjálfstrausti og skýrleika

AM Consulting leggur áherslu á sjálfsuppbygging, og að leiðbeina konum að endurheimta sjálfstraust sitt og stuðla að uppbyggingu eigins styrks  með Holistic Life Coaching/Heildrænni Lífsráðgjöf-markþjálfun sem ýtir undir breytingar í  lífi þínu á jákvæðan hátt.

pexels-peg1997-5226594.jpg
dried_flower03-486x1024.png
Um Okkur

AM Consulting snýst um að hjálpa konum sem stunda krefjandi vinnu og sem stundum líður eins og lífið sé einn stór rússíbani. Við leggjum áherslu á saman að einbeita okkur að því að finna leiðina á milli þess sem þú eru núna og þar sem þú vilt vera, og að vera þar í aukinni vellíðan.

 

AM Consulting aðstoðar konur við að skilja líkamlegar og andlegar breytingar sem fylgja öllum stigum tíðahvarfsins og finna lausnir til að auðvelda ferlið og taka á móti nýjum lífs breytingunum með opnum örmum og jákvæðni. Ég hjálpa einnig til við að fá réttan fókus á lífið og búa til nákvæmt einstaklingsmiðað plan bara fyrir þig. Markmiðið er að virkja kraftinn innra með þér.

Með hverjum vinn ég

Ég vinn með konum sem hugsa stórt og vilja sjá árangur, sem gefa 100% - í styrkingarferlið alltaf tekist þangað til núna, en það er að verða erfiðara og erfiðara. Við það bætist svo fyrir/tíðahvörf/eftir tíðahvörf og allt í einu verður dagurinn einhvernveginn óbærilegur eða óyfirstíganlegur.

 

Ég vinn með konum sem annaðhvort vita hvað þær þurfa að gera en eiga í erfiðleikum með að koma því í framkvæmd, eða vita ekki hvað þær eiga að gera eða hvernig á að láta hluti gerast, sérstaklega þar sem þær eru yfir sig stressaðar, þeytast í allar áttir eða eru á barmi þess að brenna út.

dried_flower01 (1).png

Þú finnur núna að þú ert:

  • Finnur fyrir vanlíðan og óöryggi og hefur misst viljastyrk og kraft

  • Ert hikandi við að taka ákvarðanir sem virtust auðveldar áður

  • Ert að gleyma einföldum hlutum og almennt stressuð og full af kvíða

  • Ert auðveldlega slegin útaf laginu og til baka eða sjálfstraust þitt að dvína

  • Tekur of mikið að þér, ætlast til að hafa allt í röð og reglu og gera meira en eðlilega í vinnunni, á heimilinu og með börnunum

  • Ert ekki að standa uppi fyrir sjálfri þér þar sem þig skortir einfaldlega sama kraft og áður

  • Droppar allri andlegri rækt/sjálfsvinnu og líkamsrækt þar sem þú ert alltaf þreytt

  • Borðar óreglulega eða mataræðið er hreinlega fokið útí veður og vind

  • Upplifir að það sem þú gast borðað áður virðist ekki henta þér lengur eða veldur vanlíðan

  • Fáir ekki nægan svefn eða nærð ekki sama gæðasvefni og áður

  • Ert ringluð yfir þeim líkamlegu og andlegu breytingum sem þú ert að ganga í gegnum og finnst að ekki sé hlustað á þig

  • Ert almennt vel að þér varðandi heilsu og næringu en allar þær upplýsingar sem þú finnur eða lest þér til um eru yfirþyrmandi og eða stangast á við hver aðra

  • Þekkir ekki sjálfa þig lengur í öllum þeim breytingunum sem þú ert að upplifa

  • Sért eins og þú sért að missa öryggið og hefur misst sjónar af tilganginum

  • Hefur stöðugar áhyggjur af öllu

pexels-ioanamtc-9683896.jpg
dried_flower03-486x1024.png

Hvar verður þú eftir að hafa unnið með mér

  • Með aukið sjálfstraust og þekkingu á því hvernig á að takast á við þær breytingar sem þú ert að ganga í gegnum

  • Færð styrkinn og tilganginn með lífinu til baka

  • Öðlast skýra mynd af því sem virkar fyrir þig 

  • Lærir að þekkja gildin þín og hvað það er sem þú vilt gera

  • Öðlast aukna ástríðu fyrir lífinu og muninn á því að vera við stjórn eða bregðast við

  • Þú öðlast aukin kraft og hefur meiri orku

  • Með skilning á hugtakinu allsnægtir og hvað það er fyrir þig

  • Með aukna getu til að ganga lengra/halda velli

  • Með aukin skilning á því sem þú ert að ganga í gegnum og læra að nýta þér tækni til að hjálpa þér að komast auðveldar í gegnum tíðahvörfin. 

  • Öðlast  betri yfirsýn yfir hvernig vellíðan lítur út fyrir þig

  • Hefur útbúið þína eigin einstaklingsáætlun fyrir andlega sjálfsvinnu og líkamsrækt

young-woman-in-casual-clothing-standing-in-rye-fie-2023-11-27-05-25-55-utc.jpg

Blómstraðu með Tilgangi

Bætt líðan, Sjálfsrækt, Staðfesta og Jákvætt hugarfar!

AÐ UMBREYTA FRAMTÍÐARSÝN Í SIGRA

Hvernig munum við vinna saman Með því að hlusta á þína sögu/aðstæður og nota síðan ákveðnar spurningar, stefnum við að því að hjálpa þér að átta þig á núverandi aðstæðum. Þegar við vitum hvar þú stendur í dag, greinum við þær breytingar sem þú þarft að gera og markmiðin sem þú vilt ná. Við gerum þetta með því að skoða alla möguleika sem standa þér til boða og velja þær aðferðir henta þér best, við ákveðum líka tímarammann sem hentar. Við getum gert þetta með því að einbeita okkur að einu sviði í lífi þínu eða setja og ná markmiðum á mörgum sviðum, þar á meðal viðskipta og eða atvinnu, heilsu og vellíðan, öllum samböndum og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það getur verið eins víðtækt og þú velur en við einbeitum okkur að því að finna það sem gerir þig hamingjusamari í núverandi aðstæðum eða jafnvel finnum hvar róttækra breytinga er þörf. Þetta snýst allt um að öðlast sjálfsvitund, kanna gildi þín, skoðanir, styrkleika og veikleika og skilja út frá því hvaða breytingar eða áherslur þú þarft, vilt, eða ert tilbúin að gera. Tíminn með mér miðast við heildræna yfirsýn á því að þú getir náð markmiðum þínum með því að auðkenna og nota eigin úrræði (þ.e. finnur út eigin styrk), frekar en að vera sagt hvað þú átt að gera. Ég get hins vegar hjálpað, með eftirfylgni og stuðningi, með það sem þú hefur ákveðið að gera, þær breytingar sem þú vilt ná fram eða þarft að framkvæma til að endurheimta líf þitt eða endurstilla þig. Ég mun búa til, með þér, sérsniðna og raunsæja áætlun með þeim stuðningi sem þarf til að gera það sem þú hefur ákveðið mögulegt. Þessi áætlun verður byggð á þinni hæfni og eigin skilgreiningu á því sem þú vilt breyta eða ná fram.

reach-a-new-balance-am-consulting.png
pexels-anna-nekrashevich-8058239.jpg
dried_flower03-486x1024.png

Það sem ég geri ekki

Ég er ekki geðlæknir eða sálfræðingur.  Ég er ekki þjálfuð til að greina eða meðhöndla geðsjúkdóma. Ef þú hefur áhyggjur af andlegri heilsu þinni er mikilvægt að leita aðstoðar hjá viðurkenndum meðferðaraðila eða ráðgjafa.

woman-sitting-under-high-big-oak-trunk-tree-lake-r-2023-11-27-05-14-28-utc.jpg

Tilbúinn til að endurlífga heilsuna þína?

Þú þarft ekki að lifa með þrúgandi einkenni,
í dag er tíminn til að finna breytingar.

bottom of page