Hvernig get ég stutt þig í þessum breytingum sem
þú ert að fara í gegnum
Fyrir fjórum árum varð ég fyrir óvæntum breytingum
Það sem ég hef lært er að tíðahvörfin hafa mismunandi áhrif á mismunandi konur.
Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og ég skildi ekki hvað var að gerast með mig. Ég hélt að ég væri með dulin meltingarfærasjúkdóm, það var sannarlega ekki þægilegt. Ég varð óþolinmóð, með verki eftir hverja máltíð og ef ég fór í göngutúr þandist maginn á mér út eins og blaðra og ég hélt áfram að bæta á mig kílóum en einungis á maganum. Ég missti ALLT sjálfstraust, varð ótrúlega svekkt og svo þreytt suma daga að ég gat varla staðið upprétt. Þessi einkenni höfðu gríðarleg áhrif á vinnu og einkalíf (ég minnkaði umgengni við vini og keypti föt í stærra númeri því ég gat ekki sætt mig við þessar breytingarnar). Ennfremur hræddi þreytan mig sem ég þjáðist af og öndunarerfiðleikarnir sem þessu fylgdu. Ég hélt að ég væri komin með ofnæmi fyrir hinum ýmsu hlutum og eyddi mörgum klukkustundum á netinu í að leita lausna á milli læknisheimsókna sem leiddu ekkert í ljós. Enginn gat sagt mér að þetta væru afleiðingar estrogenhvarfs. Ef barátta mín hljómar kunnuglega, þá veistu að ég skil þig, ég hef verið í sömu sporum...OG kom út hinum megin með meiri skilningi, sátt og ánægðari en áður. Ég er reyndar heilluð af því hvernig líkami manns getur breyst svo mikið, næstum eins og á einni nóttu. Ég veit hverju ég á að leita að og ég skil núna hvernig líkami minn hefur breyst með aldrinum og er að breytast.
My Certifications
Hvernig get ég hjálpað þér?
Ég hef alþjóða viðurkenningu sem Heildrænn Lífsráðgjafi og Mind- & Body Practitioner og lærði næringarfræði og hef lokið ýmsu jógakennaranámi í gegnum tíðina, sem hefur gefið mér frábæra hæfni til að hjálpa þér á þínu ferli til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná markmiðum þínum og óskum og komast í toppform líkamlega og andlega.
Ég nota sambland af eigin reynslu, námi og þeim rannsóknum ég hef stundað til að vinna sem Lífsráðgjafi fyrir konur, eins og þig.