HEILDRÆNN LÍFSRÁÐGJAFI
Ég er svo ánægð með að þú hafir fundið mig hér á AM Consulting. Ertu athafnakona en ert að glíma við áhrif frá tíðahvörfum/eftir tíðahvörfum eða bara yfirþyrmandi stressi? Er þessi tími í lífinu meira krefjandi en venjulega og ertu að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu akkúrat núna?
Finnst þér þú vera gleyminn, auðveldlega sleginn út af laginu og almennt svekkt eða leið yfir hlutum sem eru að gerast í lífi þínu eða finnst þú standa á tímamótum eða hafa „misst drifkraftinn“? Ef svo er ertu á nákvæmlega réttum stað!
Ef þú vilt auka sjálfstraust, finna fyrir minni streitu og kvíða, endurheimta tilgang lífs þíns, segja skilið við sjálfs-takmarkandi skoðanir, bæta lífsgæði þín og kanna hvernig næsti áfangi lífs þíns mun líta út….Þá er ég tilbúin að vinna með þér
Sem konur upplifum við sveiflukenndar hormónabreytingar á hinum ýmsu tímabilum í lífi okkar. Tíðahvörf, taka okkur inn á algjörlega óþekkt svæði. Við upplifum allan tilfinninga skalann, heilaþoku, þyngdaraukningu, svitakóf, algjört orkuleysi og ýmsar aðrar líkamlegar breytingar. Hingað til höfum við verið látnar trúa því að líkami okkar virki ekki lengur, því lítið hefur verið rannsakað um breytingaskeiðið svo læknar vita ekki, margir hverjir, hvernig þeir geta hjálpað. Sem betur fer er þetta að breytast. En til að þú komist í gegnum þetta þarf hugarfarsbreytingu til að hjálpa þér að nýta meðfædda visku líkamans og draga úr þessum einkennum til að endurstilla líf þitt aftur. Ég er tilbúin til að hjálpa þér með það.
Ég hef unnið með mörgum konum á ýmsum stigum lífsins. Konur sem vilja bæta lífsstíl sinn, öðlast betri innsýn í mataræði og heilsu og eða vilja líða eins og þær séu við stjórn. Gera meira fyrir sjálfa sig frekar en alla aðra og;
-
Vera öruggari með það val sem þær velja
-
Finna að þær hafi völdin á eigin lífi og séu við stjórn
-
Draga fram möguleikana og blómstra með tilgangi
-
Þekkja raunveruleg gildi sín og höndla áföll og álag betur
-
Ná tökum á þeim áhrifum sem hormónasveiflur hafa á sem bestan hátt
Það eru komin nær 20 ár sem ég hef verið að einbeita mér að heilsu okkar kvenna. Sem einn stærsti vegan hráfæðiskennari í heimi, á námskeiðum í eigin persónu, með yfir 18 ára reynslu af jógakennslu, næstum 4 ára reynslu sem Heildrænn Lífsráðgjafi og Mind & Body Practitioner.
Ég býð upp á frábæra og fjölbreytta ráðgjöf með áherslu á bætta heilsu og vellíðan. Eftir að hafa öðlast mikla reynslu í að útbúa persónulega áætlun sem spannar allt frá almennri ráðgjöf, ráðgjöf vegna hormónaójafnvægis (þar á meðal endometríósu), og vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Förum í þessa ferð saman, að byggja markvisst upp og bæta lífsgæðin þín og þannig auka vellíðan. Þú átt skilið að njóta þess að vera til!
Með því að nota metnað, nauðsynlega vinnu og tíma til að skilja og bæta líf okkar trúi ég að sé leiðin til að finna hamingjuna.
Þetta tímabil sem þú gengur í gegnum núna er gullið tækifæri til að endurmeta og endurstilla gæði lífsins til að byrja að upplifa þinn besta tíma hingað til.