top of page
BREYTINGASKEIÐIÐ

Velkomin á upplýsingasíðuna um tíðahvörf, náttúrulegan áfanga í lífsferli hverrar konu

Women Laughing on Couch
Konur hlæja á ströndinni
Smiling Women
pexels-anna-nekrashevich-8058243.jpg
Hvað er breytingaskeiðið?

Velkomin á upplýsingasíðuna um tíðahvörf, náttúrulegan áfanga í lífsferli hverrar konu. Þetta ferðalag einkennist af minnkaðri framleiðslu hormóna - nefnilega estrógen, prógesteróns og testósteróns.

 

Þó að meðalaldur tíðahvarfa á Íslandi sé um 50 ára, getur áhrif þeirra gætt allt að 10 árum áður og er upplifun hvers og eins mismunandi, þar sem sumar konur sigla í gegnum þennan áfanga en aðrar upplifa einhverskonar breytingu. Þetta gerir ferð hverrar og einnar einstaka. Hjá sumum konum getur umbreytingarstigið varað í 10-20 ár en hjá öðrum getur það verið 5-7 ár eða minna. Sagt er að 9 af hverjum 10 konum finni fyrir einhverjum breytingum á líkama sínum eða glími við áhrif tíðahvarfanna í einhverskonar mynd.

Fyrir-tíðahvörf

Tímabilið áður en hin verulegu tíðahvörf eiga sér stað. Mikilvægur áfangi, en oft ekki talinn með, sem getur hafist um mið eða lok fertugsaldursins. Það er á þessu tímabili sem áhrif geta gert vart við sig, sem veldur því að sumar eru ringlaðar og eða átta sig ekki á hvað sé að gerast og nokkuð margar konur eiga í erfiðleikum með að draga úr áhrifum breytinganna því það er ekki uppgötvað sem slíkt. Konur eldri en 45 ára ættu að vera greindar út frá einkennum ekki aðeins með blóðprufum. Þær gætu enn verið á blæðingum en þjást samt sem áður af áhrifum tíðahvarfanna. Of margar konur hafa verið ranglega greindar og fengið þunglyndislyf eða sagt að þær séu of ungar til að vera á tíðahvörfum. Ef þér líður ekki eins og þú ert venjulega er það þess virði að þrauka út og fá rétta greiningu. Það gæti verið gott að gera eigin rannsókn og byrja að fylgjast með einkennum þínum allt eftir því sem þú hefur verið að gera daglega, getur verið gagnlegt síðar að hafa þannig upplýsingar tiltækar. Það getur verið mjög hjálplegt að fara með niðurstöðurnar til heimilislæknis, þar sem engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt. Spurningin vaknar þó - hvers vegna erum við ekki rétt upplýstar um breytingaskeiðið fyrr og hugsanleg áhrif þess á líf okkar fyrr? Ef heimilislæknirinn þinn sýnir þér ekki skilning, þá hvet ég þig til að biðja um annað álit. EÐA bókaðu tíma hjá kvensjúkdómalækni sem hefur sérhæft sig í breytingaskeiðinu.

Mother and Daughter
amelia-bartlett-zocOqUNH400-unsplash.jpg
Tíðahvörf

Læknisfræðileg skilgreining á tíðahvörfum er þegar þú hefur upplifað að blæðingar stoppi 12 mánuði í röð. Það er sá dagur þegar þú getur talið aftur á bak 12 mánuði án blæðinga. Þessi dagur gefur til kynna upphaf tíðahvarfanna.

Beautiful Portrait
Eftir-Tíðahvörfin

Verkefni mitt er að varpa ljósi á þennan mikilvæga áfanga sem byrjar oft á fertugsaldri, stuðla að því að upplýsa þig og hjálpa þér að skilja og vera tilbúin fyrir þetta stóra ferðalag. Lífsráðgjafa prógrammið mitt miðar að því að hjálpa þér að tileinka þér hin ýmsu blæbrigði tíðahvarfanna, styrkja sjálfa þig með nægjanlegri þekkingu til að auðvelda þessar breytingar sem eiga sér stað.

woman-sitting-under-high-big-oak-trunk-tree-lake-r-2023-11-27-05-14-28-utc.jpg

Bókaðu 90 mínútna Finndu Þitt Plan með mér og uppgötvaðu hvernig við getum unnið saman.

öruggan stað til að hlusta og skilja, þú þarft ekki að gera þetta ein og þú getur upplifað hvernig Lífsráðgjöf getur hjálpað.

bottom of page