My Own Experience
Ég skil fullkomlega að tilfinningin geti verið yfirþyrmingu, og þreyta og vanhæfnis líðan tekur yfir svo erfitt er að einbeita sér þegar hormónaframleiðslan byrjar að breytast.
Mín eigin reynsla að upplifa þær breytingar sem ég varð skyndilega fyrir eftir komast á breytingaskeiðið seint á sextugsaldri kom mér algjörlega á óvart. Ég hafði ekki einu sinni veitt þessu orði gaum 10 árum áður. Á þeim tíma var ég mjög metnaðarfull frumkvöðull sem hefur alltaf gefið ALLT í það sem ég geri óháð hvað það var. Eftir að ráðist var á mig og ég flutti aftur til London árið 2021 fór ég að finna fyrir uppgjöf, ofþreytu um miðjan dag og meltingatruflunum og eða skertri meltingarstarfsemi. Ég beitti sama drifkraftinum og metnaðinum og áður til að vera fullkominn í öllu, dugði ekkert minna, setti af stað fyrirtæki í Heildrænni Lífsráðgjöf á sama tíma og ég tókst á við allar þær líkamlegu breytingar sem ég var að upplifa. Allt var þetta á kostnað heilsunnar. Ég setti sjálfa mig í síðasta sæti; svaf ekki nóg og borðaði ekki almennilega. Matur hefur alltaf gegnt mikilvægu hlutverki í lífi mínu. Nú skyndilega skildi ég ekki hvað ég gat borðað lengur.
Í lok ársins var ég að keyra á tómum tanki, hunsaði algjörlega kvíðatilfinninguna, óreglulegan hjartslátt, aukna gleymsku og útstæðan maga. Ég held að ég hafi ekki einu sinni tekið eftir fyrir-breytingaskeiðinu - ég stökk beint inn í tímabilið sem flokkast sem eftir tíðahvörf, fyrstu merkin voru unglinga bólur í andlitinu á mér, ég hafði ekki einu sinni fengið þær sem unglingur. Svo kom allt á eftir. Ég var ekki að skilja hvað var í gangi, hélt að þetta væri bara svaka stress, þar til ég áttaði mig á hvað virkilega væri að gerast og hvert stefndi. Þá upplifði ég mikinn söknuð eftir að hafa misst sjálfa mig eins og ég var og reyndi að þvinga hlutina aftur í eðlilegt horf án þess að ná árangri. Ég upplifði einnig söknuð á sjálfsmynd minni sem ég hafði haft þangað til núna, og var óviss um hvað væri næst. Þessi sorg birtist stundum eins og pirringur og eða tilfinning um að líkami minn sem hafði alltaf þjónaði mér hafði svikið mig og virkaði ekki lengur á sama hátt.
SAGAN MÍN
Ég tengdist líkama mínum betur, einbeitti mér að heilsunni og hlutum sem skiptu meira máli og stillti sjálfa mig inn á að forgangsraða mínum löngunum og óskum og minni persónulega tjáningu við umheiminn.
Þrátt fyrir að mér hafi fundist ég vera ein og yfirgefin á meðan þessum breytingu hafði ég sterka tilfinningu og vitund að vera ábyrg á þeirri uppbyggjandi vinnu sem var nauðsynleg til að aðlagast breyttum aðstæðum og gat nýtt mér þá reynslu sem ég hef öðlast í gegnum árin eins og hreyfingu í gegnum jóga, hugleiðslu, jákvæðum staðhæfingum ´´affirmations´´ og nærandi mataræði. Þessi vinna var upphafið af nýju ferðalagi og gerði mér kleift að fínpússa tilboðið sem ég vildi gefa öðrum sterkum konum, með ríka samkennd og seiglu.
Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að þar sem ég tókst á við þetta ein, gaf það mér tækifæri til að fara dýpra innávið. Ég stend uppi með ríkari reynslu en áður og fann leiðina í gegnum endalausar rannsóknir, lestur bóka og hlaðvarps hlustun.
Ég tengdist líkama mínum betur, einbeitti mér að heilsunni og hlutum sem skiptu meira máli og stillti sjálfa mig inn á að forgangsraða mínum löngunum og óskum og minni persónulega tjáningu við umheiminn.
Ég er staðráðinn í að bjóða öðrum konum uppbyggjandi lífsráðgjöf til að hjálpa þeim að tengjast tilgangi sínum, hvetja þær til aukinnar sjálfsvirðingar og velgengni.
Þegar þú hefur nálgast miðjan aldur ertu að komast á breytingaskeiðið. Það er næsti kaflinn sem tekur við. Þetta tímabil gefur þér tækifæri til að endurstilla og fínpússa. Að sleppa takinu á því sem þjónar ekki lengur. Að sigrast á breytingum af hugrekki og umvefja sjálfa þig með sjálfsöryggi inn í næsta áfanga. Þetta er ný hringrás og það er spennandi.
Loforðin okkar
Persónulegur vöxtur
Við lofum að bjóða upp á sérsniðnar aðferðir og stuðning sem koma til móts við einstaklingsþarfir og markmið viðskiptavina okkar.
Ekta tenging
AM Consulting er tileinkað því að mynda ekta tengsl og tryggja að öll samskipti eigi rætur í umhyggju, skilningi og samúð.
Varanleg umbreyting
Loforð okkar nær út fyrir tímabundnar lausnir og miðar að því að innleiða varanlegar breytingar sem gera konum kleift að lifa innihaldsríku, öruggari og farsælla lífi.
Heildræn valdefling
Þriðja loforð okkar er að styrkja konur á heildrænan hátt, takast á við faglegar væntingar þeirra og persónulega vellíðan þeirra og sjálfsálit. Efla sjálfstraust og sjálfsmynd.